HILDUR BERGSDÓTTIR

Félagsráðgjafi

Hildur sinnir ráðgjöf og stuðningi við nemendur sem glíma við tilfinningalega og/eða félagslega erfiðleika, s.s. þunglyndi, kvíða, áföll, ofbeldi og fleira og fleira og fleira og fleira!

Hildur leggur áherslu á styrkleika-, seiglu- og félagsfærniþjálfun til að vinna með nemendum að bættri líðan, styrkari sjálfsmynd og auknum námsárangri. 

Hún tekur jafnframt á móti umsóknum um sérúrræði í námi, leggur fyrir og vinnur úr ASEBA matslistum um aðlögun, atferli og líðan, heldur utanum veikindadagbækur langveikra nemenda, hefur umsjón með Mentor-Factor verkefninu, sér um tímana Sjálfsefling & Súkkulaði ásamt náms- og starfsráðgjafa og er formaður Heilsueflingar- og skólabragsnefndar. 

Hildur í 5 jákvæðum lýsingarorðum:

Brosmild, hugmyndarík, atorkusöm, jákvæð og hvetjandi.

Lífsmottó:

Allt sem þú vilt geta skaltu gera, galdur, kraft og snilli muntu úr býtum bera!

Lífsgildi:

Gleði, heilindi, þakklæti, krafur, hugrekki og ævintýri.

KATRÍN MARÍA MAGNÚSDÓTTIR

Náms- og starfsráðgjafi

Kata veitir upplýsingar um nám og störf og aðstoðar nemendur við að ná árangri í námi og að átta sig á áhuga sínum og styrkleikum.

Hún leiðbeinir nemendum meðal annars um námstækni, tímastjórnun, markmiðssetningu og fleira sem styður við námið og lífið í skólanum.

Kata leggur fyrir áhugasviðskannanir og vinnur úr þeim með nemendum. Hún sinnir auk þess fræðslu og ráðgjöf varðandi sértæka námsörðugleika (lestrar- og stærfræðiörðugleika) og ADHD. Hún aðstoðar við gerð ferilskráa, kynningarbréfa og háskóla- og atvinnuumsókna. 

Kata í 5 jákvæðum lýsingarorðum:

Jákvæð, hjálpsöm, fjölhæf, bjartsýn og heiðarleg.

Lífsmottó:

Það eru allir jafn mikilvægir.

 

Lífsgildi:

Þakklæti, gleði, virðing, réttlæti og víðsýni.

Bergþóra Arnórsdóttir

Áfangastjóri

Bergþóra skipuleggur námsframboð skólans og setur saman stundatöflur nemenda og kennara. Hún aðstoðar nemendur við mat á námi frá öðrum skólum, aðstoðar við val á brautum og áföngum og veitir ráðgjöf um námsferilinn og uppbyggingu hans. Auk þess heldur Bergþóra utan um skólasókn nemenda. 

 

Bergþóra í 5 jákvæðum lýsingarorðum:

Drífandi, hugmyndarík, lausnamiðuð, traust og skipulögð.

Lífsmottó:

Að hugsa út fyrir rammann. (Keep an open mind, just make sure that the brain doesn't fall out).

Lífsgildi:

Bjartsýni, fjölbreytni, jafnrétti, seigla, sanngirni og samvinna.

NANNA H. IMSLAND

Náms- og starfsráðgjafi

Nanna veitir ráðgjöf um nám og störf og náms og starfsval og aðstoðar þannig nemendur að finna sína hillu í lífinu út frá áhuga og styrkleikum hvers og eins. Nanna leggur meðal annars fyrir áhugasviðskannanir og vinnur úr með nemendum.

 

Hún leiðbeinir til dæmis með bætta námstækni eins og lestrar- og glósutækni, tímastjórnun, frestunaráráttu og markmiðssetningu. Hún hefur mikinn áhuga á því hvernig nýta má nýta fjölbreytt verkfæri eins og tölvur, símaöpp og aðra tækni við skipulag í námi og daglegu lífi.

 

Nanna sinnir auk þess fræðslu og ráðgjöf varðandi sértæka námsörðugleika (lestrar- og stærfræðiörðugleika) og ADHD. Hún aðstoðar við gerð ferilskráa, kynningarbréfa og háskóla- og atvinnuumsókna. 

Nanna í 5 jákvæðum lýsingarorðum:

Metnaðarfull, heiðarleg, útsjónarsöm, þolinmóð og staðföst. 

 

Lífsmottó:

"Surrender to what is. Let go of what was. Have faith in what will be". 

Lífsgildi:

Þakklæti, þrautseigja, traust, fjölskylda og réttlæti.

Nemendaþjónusta ME

Heimilisfang

Hafðu samband

Samfélagsmiðlar

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 25

700 Egilsstöðum, Ísland

www.me.is

©2018 by Nemendaþjónusta ME. Proudly created with Wix.com