Skilmálar og persónuvernd

Við notkun á þessari vefsíðu verða til upp­lýs­ingar um heim­sóknina. Menntaskólinn á Egilsstöðum (ME) notar þessar upp­lýs­ingar til að betr­um­bæta vefsíðuna og upp­lifun not­enda hennar. Við leggjum höfuðáherslu á varðveislu þessara gagna og afhendum þau ekki þriðja aðila nema um laga­lega skyldu sé að ræða.

Vafrakökur

Vafra­kökum (e. cookies) er safnað í þeim til­gangi að telja heim­sóknir sem og greina not­endaferðalag (e. Users journey) um vefsíðuna. Þessar upp­lýs­ingar eru greindar með því markmiði að bæta upp­lifun not­enda á vefsíðunni og auðvelda aðgengi not­enda að upp­lýs­ingum.

Vafrakökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni eða öðrum snjalltækjum eftir að þú heimsækir vefsíðu í fyrsta skiptið. Vefkökurnar gera það að verkum að vefsíðan man eftir þér og hvernig þú notaðir hana síðast. Vafrakökur innihalda ekki persónuupplýsingar á borð við nafnið þitt, netfang, símanúmer eða kennitölu.

Að undanskyldum nauðsynlegum vafrakökum sem vefurinn þarf til að virka, notum við fyrst og fremst vafrakökur frá fyrsta aðila (e. first-party cookies) en þær koma frá sama léni og vefsíðan sem þú heimsækir (WIX / www.nemendathjonustame.com). Hins vegar notumst við jafnframt við Wix öpp eins og til dæmis deilihnappana á fréttasíðunni þar sem þú getur valið að deila fréttunum okkar á facebook, Twitter og fleiri samfélagsmiðlum. Með því að velja þann möguleika gætu þau fyrirtæki komið fyrir vefköku í tækinu þínu og höfum við ekki stjórn á hvernig viðkomandi fyrirtæki nota sýnar vefkökur. Þessar vafrakökur kallast þriðja aðila vafrakökur (e. third-party cookies). Flestir vafrar bjóða uppá þann möguleika að loka á kökur frá þriðja aðila en samþykkja kökur frá fyrsta aðila. Við hvetjum þig til að kynna þér vefkökur nánar og hvernig má stjórna þeim. Hér má finna nánari leiðbeiningar um slíkt. 

ME notar Google ana­lytics til að safna gögnum, þar koma fram upp­lýs­ingar um hverja heim­sókn, hversu lengi hún varði, hvert not­andi fór innan vefsíðunnar og hvar hann fór af léninu. Við leggjum höfuðáherslu á varðveislu þessara gagna og afhendum þau ekki þriðja aðila nema um laga­lega skyldu sé að ræða. Engar til­raunir eru eða verða gerðar til að komast yfir frekari upp­lýs­ingar um hverja komu eða tengja saman við aðrar per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar.

Tenglar í aðra vefi

Á vef Nemendaþjónustu ME er stundum vísað á vefi annarra stofnana, félaga­sam­taka og fyr­ir­tækja. Reglur ME um öryggi not­enda gilda ekki á vefjum utan þeirra sem skólinn ber ábyrgð á. ME ber ekki ábyrgð á efn­is­inni­haldi eða áreiðanleika slíkra vefja. Vís­unin þýðir heldur ekki að ME styðji eða aðhyllist nokkuð sem þar kemur fram.

Fyrirvari

Þótt leitast sé við að hafa upp­lýs­ingar á vef ME og Nemendaþjónustu ME réttar og í sam­ræmi við nýj­ustu stöðu mála er ekki ávallt hægt að ábyrgjast að svo sé. Þetta á einnig við um til­vís­anir og tengla í efni utan vefsins.

 

*„cookies“ - sérstök skrá sem komið er fyrir á tölvu notanda sem heimsækir viðkomandi vef og geymir upplýsingar um heimsóknina.

Nemendaþjónusta ME

Heimilisfang

Hafðu samband

Samfélagsmiðlar

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 25

700 Egilsstöðum, Ísland

www.me.is

©2018 by Nemendaþjónusta ME. Proudly created with Wix.com