- Nemendaþjónusta ME
Velkomin í skólann - Skórskotaliðið er klárt!
Stórskotalið ME er klárt og til þjónustu reiðubúið og hlakkar til að standa með nemendum í gegnum súrt og sætt.

Í Nemendaþjónustu ME starfar einvala lið sem hefur það að markmiði að vera nemendum til stuðnings með stórt sem smátt er lítur að náminu, tilfinningalegri líðan, félagslegum aðstæðum og bara öllu mögulegu og ómögulegu.
Eins og sjá má á myndinni eru þau Hildur félagsráðgjafi, Kata námsráðgjafi, Arnar áfangastjóri og Nanna námsráðgjafi tilbúin í veturinn og til þjónustu reiðubúin.
Hér á síðunni má finna allar upplýsingar um sérsvið hvers og eins og hvernig má panta viðtöl.
112 views0 comments