• Nemendaþjónusta ME

Sjálfsumhyggju-september!

Samfélag nútímans getur oft á tíðum verið afar streituvaldandi. Við upplifum utanaaðkomandi pressu og viljum svo sjálf auðvitað standa okkur vel á öllum sviðum lífsins - í námi, starfi og persónulegu lífi.


Í amstri dagsins gleymum við oft að hrósa okkur fyrir vel unnin verk og þegar vel gengur en erum aftur á móti oft margfalt duglegri við að rífa okkur niður þegar hlutirnir fara ekki alveg samkvæmt áætlun.


Við þurfum sjálfsagt öll að vera duglegri að staldra við og sýna okkur sjálfum umburðarlyndi og kærleika, svona eins og við myndum hvetja vini okkar í að gera þegar mikið er að gera hjá þeim.Hvað með að prófa að taka þátt í sjálfsumhyggju-september?

Lítil verkefni á hverjum degi... skref í átt að bættum lífsgæðum, betri sjálfsmynd og meiri lífsgleði!


"Treat yourself as you would treat a good friend". - Dr. Kristin Neff.

Kveðja frá Nemendaþjónustu ME


33 views0 comments

Nemendaþjónusta ME

Heimilisfang

Hafðu samband

Samfélagsmiðlar

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 25

700 Egilsstöðum, Ísland

www.me.is

©2018 by Nemendaþjónusta ME. Proudly created with Wix.com