• hildur05

Hvað í ósköpunum er F:ire&ice?


F:ire&ice er splunkunýtt Erasums + ungmennaskiptaverkefni, sem unnið er í samstarfi Menntaskólans á Egilsstöðum, Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands og írsku ungmennasamtakanna YMCA.Verkefnið er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-22 ára og er metið til eininga í ME.


F:ire&ice er ekki hvað síst ætlað að efla ungmenni sem glíma við félagslega eða tilfinningalega erfiðleika og eru ungmenni sem glíma við slíkt sérstaklega hvött til að sækja um.F:ire&ice felur í sér:

-Undirbúningsnámskeið í ME þar sem unnið verður með útivist og sjálfseflingu, námskeiðið fer fram innan og utan skólatíma (helgarferð í óbyggðir) frá byrjun seinni haustspannar og fram á vor.

-Vikulangri ferð til Írlands í lok maí, þar sem við hittum hóp írskra ungmenna og tökumst á við ýmsar áskoranir og ævintýri með þeim í írskri náttúru

-Vikulangri ferð um óbyggðir Austurlands, uppúr miðjum ágúst, ásamt írskum ungmennum.


Hugmyndafræði F:ire&ice byggir á náttúrumeðferð, reynslunámi, jákvæðri sálfræði, styrkleikaþjálfun, áskorunum og ævintýrum.Öllum áhugasömum nemendum ME er velkomið að sækja um að taka þátt í verkefninu, en valið verður úr umsóknum, því verkefnið rúmar aðeins 12 nemendur.


Þátttaka er þátttakendum að kostnaðarlausu enda er verkefni styrkt af Erasmus+


Umsóknir skal má nálgast hér . Umsóknir berist fyrir 1. október til Hildar félagsráðgjafa á netfangið hildur@me.is.


Þangað má líka senda allar mögulegar og ómögulegar fyrirspurnir um verkefnið

en Hildur veitir allar frekari upplýsingar með afar glöðu geði.


Hér er yfirlit yfir nokkrar algengar spurningar sem Hildur kann svar við:


Kostar þetta eitthvað fyrir þátttakendur?

Nei, Erasmus+ styrkir verkefnið þannig að ferðakostnaður og uppihald í ferðunum er greitt.

Menntaskólinn fékk styrk úr Lýðheilsusjóði til að fjármagna undirbúningsnámskeiðið sem við förum í gegnum hérna heima í vetur svo það er líka dekkað.Þarf maður að vera rosa útivistartýpa og brjálað fit til að vera með í þessu verkefni?

Öhhh NEI, þátttakendur mega svo sem alveg vera fit og með útivistaráhuga, það skaðar ekki 😉 EN þetta verkefni er ekki síst ætlað fyrir þá sem vilja bæta líkamlega og andlega heilsu og við notum útivist og ýmislegt fleira til þess. Byrjum á byrjuninni og vinnum okkur upp. Í löngu ferðunum okkar bæði á Íslandi og Írlandi munum við klárlega takast á við líkamlegar og andlegar áskoranir en við munum undirbúa okkur vel og þess vegna er undirbúningsnámskeið hérna heima mjög mikilvægt.Afhverjur er áhersla á nemendur með tilfinningalega og félagslega erfiðleika?

SKO við viljum að þetta verkefni styðji við þá nemendur sem eru að glíma við einhverskonar erfiðleika í lífinu og verði til þess að þeir öðlist bætta sjálfsímynd, fái skýrari sín á eigin styrkleika, getu, tækifæri og fegurðina í lífinu. Verkefnið er sniðið að þörfum slíkra nemenda og við munum í gegnum allt verkefnið vinna mjög markvisst að þessum þáttum. Þetta er auðvitað prógramm sem gagnast öllum og það geta sannarlega allir sótt um, en við horfum alveg til þess þegar við veljum þátttakendur, að þetta geti sannarlega nýst þeim og elft þá í því sem þeir eru að takast á við í daglegu lífi.Hefur eitthvað svona verið gert áður?

Já heldur betur. Ég starfaði áður sem framkvæmdastýra Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands og þá tók ég þátt í margskonar Erasmus+ verkefnum. Eitt þeirra var að forma og stýra ungmennaskiptaverkefni með áherslu á útivist og hreyfingu með frábærum írsku ungmennasamtökunum YMCA. Þar varð F:ire&ice til og 2016 tók hópur austfirskra ungmenna á móti hópi írskra ungmenna hér á Egilsstöðum og eyddum með þeim ævintýralegri viku, ýmist á fjöllum eða lálendi. Þar sem unnið var með hreyfingu, heilsueflingu, útivist og menningu

Vorið 2017 fórum við svo með austfirska hópinn okkar og hittum vini okkar í Cork á Írlandi, þar vörðum við viku við leiki og störf sem öll lutu að sömu áhersluþáttum og í fyrri ferðinni á Íslandi.

Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni og þarna sáum við ungt fólk sannarlega blómstra við aðstæður sem eru alla jafna ekki í boði í t.d. almennu skólakerfi.

Við skipuleggjendur verkefnsins lærðum mikið á þessari reynslu og ákváðum strax að þetta vildum við gera aftur. Þau fyrirheit eltu mig hingað, þegar ég skipti um starf og kom í ME. Eftir miklar pælingar um áherslur og útfærslur, endalaus skýrslu- og styrkjabeiðnaskrif þá erum við komin með nýtt F:ire&ice verkefni sem byggir á grunni þess gamla en við hefur þó bæst ýmislegt nýtt s.s. áhersla á náttúrumeðferð, styrkleikaþjálfun, ýmis verkfæri úr jákvæðri sálfræði og fleira og fleira.Fær maður einingar fyrir að taka þátt?

JÁ þetta verkefni er metið til 5 eininga hér í ME.Myndir: Svipmyndir úr fyrsta F:ire&ice verkefninu sem fram fór á Íslandi og Írlandi 2016-17

177 views0 comments

Nemendaþjónusta ME

Heimilisfang

Hafðu samband

Samfélagsmiðlar

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 25

700 Egilsstöðum, Ísland

www.me.is

©2018 by Nemendaþjónusta ME. Proudly created with Wix.com