• Nemendaþjónusta ME

Geðverndarvika í ME - heimsókn frá Hugarafli á morgun, 12. okt kl. 11.15.

Í þessari viku hefur ýmislegt verið að gerast í ME í tilefni. Lífsorðunum 14 - speki Héðins Unnsteinssonar (www.hedinn.org) var dreift á víð og dreifð um borð og setukróka skólans ásamt ýmsum vangaveltum og spurningum í tengslum við geðheilbrigði.

Á miðvikudaginn var kveikt á friðarkertum og kertaljósum og Lennon lög spiluð í 10-pásunni í tilefni afmælis Johns Lennon. Í gærkvöldi, miðvikudag, bauð Nemendaþjónustan nemendum, kennurum, foreldrum/forráðamönnum og öðrum áhugasömum á geðverndarkvöldvöku í fyrirlestrarsal skólans í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins. Þar var fylgst beint með streymi frá málþingi Geðhjálpar og Geðverndarfélags Íslands sem haldið var í sal Íslenskrar erfðagreiningar. Málþingið hafði yfirskriftina: "Dulin áhrif erfiðrar reynslu í æsku á heilsufar á fullorðinsárum".


Hægt er að horfa á upptöku af málþinginu hér:

Við hvetjum áhugasama eindregið til þess - frábær erindi og þá sér í lagi umfjöllun Mark Bellis, prófessors við Bangor Háskólann í Wales.


Á morgun, föstudag verður jafnframt efnt til málþings í Valaskjálf sem ber yfirskriftina "Batnandi fólki er best að lifa" -Samtal um geðheilbrigði. Málþingið er á vegum Rauða Krossins á Héraði og Borgarfirði eystri, Hugarafls, Fljótsdaldshéraðs og HSA. Þennan sama dag eða 12. október er von á heimsókn frá Hugarafli - svokallaðri geðfræðslu, kl. 11.15 í fyrirlestrarsal ME. Við vonumst að sjálfsögðu til að nemendur og kennarar nýti tækifærið og sjái sér fært um að mæta á það.

Hér má finna dagskrána yfir málþingið í Valaskjálf:

Bestu kveðjur,

Nemendaþjónusta ME Nanna, Hildur, Kata og Arnar

11 views0 comments

Recent Posts

See All

Nemendaþjónusta ME

Heimilisfang

Hafðu samband

Samfélagsmiðlar

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 25

700 Egilsstöðum, Ísland

www.me.is

©2018 by Nemendaþjónusta ME. Proudly created with Wix.com