- Nemendaþjónusta ME
Að heiman og heim ::: Laugardag kl. 11-17 í íþróttahúsinu
Náms- og atvinnulífssýningin "AÐ HEIMAN OG HEIM", sem félagasamtökin Ungt Austurland hafa verið að skipuleggja á fullu síðustu mánuði,
verður í íþróttahúsinu á laugardaginn, þann 1. sept, frá kl. 11-17.

Við í Nemendaþjónustu ME hvetjum að sjálfsögðu alla nemendur skólans til að fara og kynna sér annars vegar það fjölbreytta námsframboð sem í boði er í fjórðungnum og öll þau fjölþættu og spennandi atvinnutækifæri sem leynast allt í kringum okkur hér á Austurlandi!
Við í ME verðum með bás (á meðal 40-50 annarra skóla og fyrirtækja á svæðinu) og hluti Nemendaþjónustunnar annars vegar standa vaktina auk nemenda úr skólanum. Sjáumst þar! :)
4 views0 comments