STEFNAN SETT Í NÁMI OG STARFI!

 • Áttu erfitt með að gera þér grein fyrir hvar áhuginn þinn liggur?

 • Ertu að velta fyrir þér draumanáminu/starfinu?

 • Er frestunaráráttan að fara með þig?

 • Dreymir þig um betra skipulag?

 • Viltu tileinka þér góða námstækni og tímastjórnun?

 • Er "to-do" listinn fullur af verkefnum en þú óörugg/ur með á hverju er best að byrja?

 • Viltu fræðast meira um leiðir til að vinna með lesblindu og ADHD?

 • Ertu að fara að sækja um starf eða á leið í atvinnuviðtal? 

 • Er ferilskráin þín skýr og skilmerkileg?

 • Er of mikið að gera? Viltu minnka álag og streitu en veist ekki hvernig þú vilt fara að því?

Hvað gera náms- og starfsráðgjafar í ME?

Náms- og starfsráðgjafar sinna fjölbreyttum verkefnum í þágu nemenda:

 • Áhugasvið og færni: Aðstoð við nemendur að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum, styrkleikum, gildismati og færni.

 • Ráðgjöf, leiðsögn og fræðsla: Í formi námskeiða, hóp- eða einstaklingsráðgjafar, um vinnubrögð í námi: námstækni, tímastjórnun og frestun, markmiðssetningu, áætlanagerð, undirbúning fyrir próf o.fl.

 • Námsáætlanagerð: Ráðgjöf og aðstoð við áfangaval og gerð námsáætlana.

 • Stuðningur og leiðbeiningar vegna hindrana í námi: Vegna ýmiskonar námsörðugleika, s.s. lestar- og stærðfræði örðugleika, fötlunar og fleira. 

 • Eftirfylgni með námsgengi: Nemenda sem til hans leita eða til hans er vísað og gera tillögur til úrbóta gerist þess þörf.

 • Ráðgjöf og fræðsla við náms- og starfsval: Miðlun upplýsinga um möguleika og framboð á námi og störfum.

 • Aðstoð og ráðgjöf vegna náms- og/eða atvinnuumsókna: Auk gerða ferilskráar- og færnimöppugerðar (portfolio) og almenns undirbúnings fyrir atvinnu- og/eða inntökuviðtöl o.fl.

 • Þátttaka í teymisvinnu Nemendaþjónustu ME:Tilvísun og samstarf við sérfræðinga innan sem utan skólans í samráði við nemendaþjónustuna.

 • Skipuleggja náms- og skólakynningar: Bæði fyrir nemendur grunnskóla sem og háskólakynningar fyrir nemendur ME.

Athugið að fjarnemum stendur jafnframt slík ráðgjöf til boða, t.d í gegnum Zoom. Nánari upplýsingar hjá náms- og starfsráðgjöfum. 

Nemendaþjónusta ME

Heimilisfang

Hafðu samband

Samfélagsmiðlar

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 25

700 Egilsstöðum, Ísland

www.me.is

©2018 by Nemendaþjónusta ME. Proudly created with Wix.com