Ráðgjöf vegna tilfinninga- og félagslegra erfiðleika

FÉLAGSRÁÐGJÖF

Viltu skoða styrkleika þína betur og bæta sjálfsmyndina?

Viltu vinna að bættri tilfinningalegri- og félagslegri líðan?

Viltu auka á gleði þína og jákvæðni?

Félagsráðgjafi sinnir margvíslegum störfum í þágu nemenda s.s.:

  • Persónuleg ráðgjöf: Ráðgjöf við nemendur sem eiga í félagslegum-, námslegum og/eða  tilfinningalegum vanda til dæmis vegna eineltis, samskiptavanda, hegðunarvanda, kvíða, feimni, brotinnar sjálfsmyndar, ofbeldis og fátæktar. Vinnur markvisst og á lausnamiðaðan hátt með styrkleika nemenda.

  • Skólaráðgjöf: Ráðgjöf við nemendur sem eiga í námstengdum vanda, til dæmis vegna mætinga og eru í brottfallsáhættu. Tekur við og vinnur úr umsóknum um sérúrræði í prófum.

  • Forvarnir: Félagsráðgjafar leggja, í samráði við skólastjórnendur, áherslur varðandi forvarnir hverju sinni og taka þátt í mótun forvarnaáætlana. 

  • Þverfagleg samvinna: Samvinna við aðila innan skóla og utan sem tengdir eru málefnum einstakra nemenda og/eða nemendahópa.

  • Mótun og þróun úrræða: Félagsráðgjafar meta þörf fyrir úrræði, mótun og þróun þeirra úrræða sem beitt er hverju sinni og árangur.

  • Ráðgjöf við skólastjórnendur og kennara: Ráðgjöf vegna einstakra nemenda og nemendahópa, um samsetningu nemendahópa innan skólans, skólabrag og handleiðslu einstakra starfsmanna.

  • Foreldraráðgjöf: Ráðgjöf við foreldra sem þurfa uppeldisráðgjöf eða aðra ráðgjöf sem tengist hagsmunum og líðan nemenda.

  • Þátttaka í ráðum og stýrihópum: Félagsráðgjafar í skólum taka þátt í eða leiða starf ýmissa ráða og stýrihópa sem tengjast skólastarfinu.

Nemendaþjónusta ME

Heimilisfang

Hafðu samband

Samfélagsmiðlar

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 25

700 Egilsstöðum, Ísland

www.me.is

©2018 by Nemendaþjónusta ME. Proudly created with Wix.com